Belgíski miðvörðurinn Jan Vertonghen er mjög nálægt því að ganga í raðir Tottenham þrátt fyrir að félagið hafi rekið knattspyrnustjórann Harry Redknapp á dögunum.
„Það hefur ekkert breyst. Hann er á leiðinni til Tottenham vegna félagsins en ekki knattspyrnustjórans,“ segir umboðsmaður hans, Mustapha Nakhil.
„Ég veit ekki hvenær verður skrifað undir en það er stutt í það. Mjög stutt,“ segir Nakhil.
Vertonghen hefur lýst yfir miklum áhuga að ganga í raðir Tottenham og er nú þegar búinn að fara í heimsókn á White Hart Lane og hitta alla sem koma að félaginu.
Vertonghen hefur verið lykilmaður í vörn Ajax sem hefur unnið hollenska meistaratitilinn tvö ár í röð.