Giroud: Hef ekki samið við Arsenal

Olivier Giroud í leik með franska landsliðinu.
Olivier Giroud í leik með franska landsliðinu. AFP

Olivier Giroud, sóknarmaður Montpellier og franska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann sé ekki búinn að semja við enska félagið Arsenal þó að það hafi verið fullyrt í mörgum fjölmiðlum.

Montpellier hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við Arsenal vegna Girouds og fjölmiðlar í báðum löndum hafa sagt að Arsenal kaupi hann á 13 milljónir punda og semji við hann til fjögurra ára.

„Ég er ekki búinn að semja við Arsenal," svaraði Giroud stuttur í spuna þegar franska útvarpsstöðin RMC Sport spurði hann um félagaskiptin.

Varaforseti Montpellier, Laurent Nocollin, sagði hinsvegar við franska fjölmiðla fyrr í dag að viðræður við Arsenal gengju vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert