Ensku blöðin greina frá því í morgun að Liverpool hafi augastað á ítalska framherjanum Fabio Borini. Hann er á mála hjá Parma en hefur verið í láni hjá Roma.
Borini, sem er í landsliðshópi Ítala sem tekur þátt í EM, lék um tíma með Swansea og skoraði 6 mörk í 12 leikjum með liðinu í ensku B-deildinni undir stjórn Brendan Rodgers sem nú er tekinn við stjórninni hjá Liverpool. Þá voru þeir Borini og Rodgers einnig saman hjá unglingaliði Chelsea svo Rodgers þekkir vel til Ítalans.