Liverpool á höttunum eftir Borini

Fabio Borini, til hægri, á æfingu ítalska landsliðsins.
Fabio Borini, til hægri, á æfingu ítalska landsliðsins. AFP

Ensku blöðin greina frá því í morgun að Liverpool hafi augastað á ítalska framherjanum Fabio Borini. Hann er á mála hjá Parma en hefur verið í láni hjá Roma.

Borini, sem er í landsliðshópi Ítala sem tekur þátt í EM, lék um tíma með Swansea og skoraði 6 mörk í 12 leikjum með liðinu í ensku B-deildinni undir stjórn Brendan Rodgers sem nú er tekinn við stjórninni hjá Liverpool. Þá voru þeir Borini og Rodgers einnig saman hjá unglingaliði Chelsea svo Rodgers þekkir vel til Ítalans.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert