Franski sóknarmaðurinn Louis Saha er einn sex leikmanna sem Tottenham hefur ákveðið að losa sig við í sumar.
Saha kom til Tottenham án greiðslu frá Tottenham í félagaskiptaglugganum í janúar á þessu ári. Hann kom við sögu í níu leikjum Lundúnaliðsins í ensku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim þrjú mörk.
Saha, sem er 33 ára gamall, lék með Everton frá 2008-2012 en var þar á undan í herbúðum Manchester United frá 2004-2008 og með Fulham lék hann frá 2000-2004.
Auk Saha kveðja þeir Ben Alnwick, Oscar Jansson, Kudus Oyenuga, Mirko Ranieri og Jesse Waller Lassen lið Tottenham að því er fram kemur á vef félagsins.