West Ham með mettilboð í Carroll

Andy Carroll virðist ekki vera í framtíðaráætlunum Brendan Rodgers.
Andy Carroll virðist ekki vera í framtíðaráætlunum Brendan Rodgers. AFP

West Ham hefur lagt fram tilboð í framherjann Andy Carroll, leikmann Liverpool, sem myndi gera hann að dýrasta leikmanni í sögu Lundúnafélagsins. Frá þessu greinir BBC.

Samkvæmt tilboðinu myndi Carroll verða lánaður til West Ham út komandi leiktíð og félagið myndi svo kaupa hann fyrir 15 milljónir punda. Carroll er hins vegar ekki talinn hafa mikinn áhuga á að ganga til liðs við nýliðana.

Áður hafði Newcastle, sem Liverpool keypti Carroll frá fyrir 35 milljónir punda í ársbyrjun 2011, gert tilboð í enska landsliðsmanninn en því var hafnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert