Englandsmeistarar Manchester City sigruðu Arsenal, 2:0, í sýningarleik í knattspyrnu sem fram fór í Hreiðrinu, ólympíuleikvanginum glæsilega í Beijing, höfuðborg Kína, í dag.
Pablo Zabaleta og Yaya Touré skoruðu mörk Manchester City í fyrri hálfeiknum en meistararnir léku vörn Arsenal oft grátt í leiknum.
Alex Oxlade-Chamberlain var nærri því að svara fyrir Arsenal í seinni hálfleik þegar hann átti mikinn þrumufleyg af 25 metra færi og boltinn fór í báðar markstangirnar en ekki innfyrir línuna.