Van Persie til Manchester United

Van Persie er nú ætlað að skora fyrir Man. Utd.
Van Persie er nú ætlað að skora fyrir Man. Utd. Reuters

Manchester United og Arsenal hafa náð samkomulagi um kaup United á Hollendingnum Robin van Persie. Þetta er staðfest á heimasíðu United en framherjinn á þó eftir að gangast undir læknisskoðun og semja um sín persónulegu kjör.

Kaupverðið er talið nema 24 milljónum punda.

Van Persie var markahæsti og besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Hann er 29 ára gamall og átti eftir eitt ár af samningi sínum við Arsenal.

Englandsmeistarar Manchester City, Juventus og fleiri félög voru á höttunum eftir Van Persie en hann mun nú að öllum líkindum leika á Old Trafford. Þar eru fyrir framherjar á borð við Danny Welbeck, Wayne Rooney og Javier Hernández.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka