Manchester United, sem mætir Everton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld, hefur ekki tapað í fyrstu umferð síðan árið 2004 en þá tapaði liðið fyrir Chelsea, 1:0, á heimavelli og markaskorarinn var Eiður Smári Guðjohnsen.
Leikurinn var sá fyrsti sem Jose Mourinho stýrði Chelsea í í ensku úrvalsdeildinni og fékk hann draumabyrjun því Eiður Smári skoraði eftir aðeins 15 mínútur.
Eiður fékk sendingu frá nýja framherjanum Didier Drogba, vippaði yfir Howard í markinu, og kom boltanum í netið af harðfylgi.
Chelsea stóð uppi sem sigurvegari þetta tímabilið sem og það næsta undir stjórn Mourinhos en Manchester United hefur ekki tapað í fyrstu umferð síðan Eiður sökkti liðinu fyrir átta árum.
Síðustu sjö leikir Man. United í 1. umferð:
2005 Everton (ú) 2:0
2006 Fulham (h) 5:1
2007 Reading (h) 0:0
2008 Newcastle (h) 1:1
2009 Birmingham (h) 1:0
2010 Newcastle (h) 3:0
2011 West Brom (ú) 2:1
Eiður skorar gegn Man. United: