Ferguson: Everton gaf bara fram á Fellaini

Fellaini skorar sigurmarkið í gærkvöldi.
Fellaini skorar sigurmarkið í gærkvöldi. AFP

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, var ekki kátur eftir tapleikinn gegn Everton, 1:0, í gærkvöldi en United hafði fyrir leikinn ekki tapað í fyrstu umferð síðan 2004.

Belginn stóri og stæðilegi, Marouane Fellaini, fór hamförum í leiknum og skoraði sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu. Hann lék varnarmenn Man. United grátt allan leikinn en vegna meiðsla léku Antonio Valenica og Michael Carrick í vörn United.

„Hann [Fellaini] er erfiður. Hann er stór og sterkur strákur og Everton gaf bara alltaf fram á hann. Það var eina sem liðið gerði. Everton vann út frá því að koma boltanum á hann og fékk markið frá honum,“ sagði Ferguson eftir leikinn í gær.

„Miðvarðarstaðan er vandamál hjá okkur en við réðum nokkuð vel við það. Mér finnst ekki hægt að gagnrýna vörnina. Carrick stóð sig ágætlega,“ sagði sir Alex Ferguson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert