Gill gæti fengið sæti í framkvæmdanefnd UEFA

David Gill ásamt Gary Neville á blaðamannafundi.
David Gill ásamt Gary Neville á blaðamannafundi. Reuters

David Gill, framkvæmdastjóri Manchester United, er tilnefndur af enska knattspyrnusambandinu sem frambjóðandi þess í framkvæmdanefnd evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA.

Geoff Thompson hefur setið í nefndinni fyrir hönd enska sambandsins síðan árið 2000 en hann lætur af störfum í maí á næsta ári. Átta sæti eru í boði í nefndinni en henni stýrir forseti UEFA, Michel Platini.

„Stjórn enska knattspyrnusambandsins samþykkti á fimmtudag að tilnefna David Gill sem frambjóða sinn fyrir kosninguna í framkvæmdanefnd UEFA,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu enska sambandsins.

David Gill hóf störf hjá Manchester United árið 1997 og var gerður að framkvæmdastjóra félagsins árið 2003. Hann er einnig í stjórn enska knattspyrnusambandsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert