Liverpool og Milan í viðræðum um Andy Carroll

Carroll gæti verið á leið til Ítalíu.
Carroll gæti verið á leið til Ítalíu. AFP

Liverpool á nú í viðræðum við ítalska stórliðið AC Milan um mögulegt lán á framherjanum hávaxna Andy Carrol samkvæmt fréttum frá Ítalíu.

Sport Mediaset, fjölmiðill í eigu Silvio Berlusconi, eiganda AC Milan, greinir frá því félögin séu að semja um lánssamning út árið og Milan geti svo keypt Carroll fyrir 13,5 milljónir punda að þeim tíma loknum.

Fram kemur að Liverpool sé opið fyrir því að lána Carroll til Ítalíu út tímabilið en vilji fá fyrir það greiðslu upp á 2,4 milljónir á punda. Milan er tilbúið að greiða 1,2 milljónir punda.

Framtíð Andy Carroll hjá Liverpool hefur verið mikið í umræðunni eftir komu knattspyrnustjórans Brendans Rodgers en enski landsliðsmaðurinn virðist ekki passa inn í leikstíl Liverpool-liðsins í dag.

AC Milan er að reyna fylla í skarðið sem Zlatan Ibrahimovic skildi eftir sig en fyrr í dag gekk ítalska liðið frá lánssamningi við spænska sóknarmanninn Bojan Krkic sem kemur frá Roma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert