Enska B-deildar liðið Úlfarnir hefur rekið aðstoðarknattspyrnustjórann Terry Connor frá félaginu en hann var aðstoðarmaður Ståle Solbakkens sem tók við Úlfunum í sumar.
Connor hefur verið hjá félaginu í 13 ár og sinnt mörgum störfum á þeim tíma. Hann var einnig aðstoðarþjálfari hjá Íranum Mick McCarthy sem var rekinn í byrjun árs.
Eftir mikla stjóraleit þegar McCarthy var látinn fara var Connor ráðinn út tímabilið. Honum tókst ekki að stýra Úlfunum frá falli þar sem hann vann ekki einn af þeim tólf leikjum sem eftir voru á leiktíðinni.
Úlfarnir hafa ekki byrjað nægilega vel í B-deildinni. Þeir eru með fjögur stig eftir fjóra leiki, hafa unnið einn og gert eitt jafntefli.
Þá neyddist félagið til að selja tvo bestu leikmenn sína; Steven Fletcher til Sunderland og Matt Jarvis til Úlfanna.
Með liðinu spila íslensku landsliðsmennirnir Björn Bergmann Sigurðarson og Eggert Gunnþór Jónsson.