Wenger: Ox og Walcott ólíkir leikmenn

Wenger hrósar unglingastarfi Southampton.
Wenger hrósar unglingastarfi Southampton. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er á því að kantmaðurinn eldfjóti Theo Walcott sé í raun meiri framherji og kollegi hans Alex Oxlade-Chamberlain sé meiri miðjumaður en kantmaður.

„Þeir eru ólíkir leikmenn. Mér finnst Walcott vera meiri framherjatýpa en Oxlade-Chamberlain er meiri miðjumaður.

Ég sé Oxlade-Chamberlain fyrir mér breytast hægt og bítandi í miðjumann en það mun aldrei gerast hjá Walcott. Hann mun verða meiri framherji,“ segir Arsene Wenger.

Báðir komu þeir í gegnum unglingastarf Southampton en Arsenal tekur einmitt á móti nýliðum Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Fyrst og fremst er Southampton með frábæra útsendara og gott unglingastarf. Southampton byrjaði fyrr í þessu en nokkurt annað lið. Það er borin mikil virðing fyrir unglingastarfi liðsins,“ segir Arsene Wenger.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert