Góður útisigur hjá Cardiff

Aron Einar Gunnarsson var í sigurliði í kvöld.
Aron Einar Gunnarsson var í sigurliði í kvöld. Ljósmynd/cardiffcityfc.co.uk

Velska Íslendingaliðið Cardiff City vann í kvöld góðan útisigur á Millwall, 2:0, í London í ensku B-deildinni í knattspyrnu og er í fimmta sæti deildarinnar, einu stigi frá toppnum.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Cardiff og Heiðar Helguson kom inná sem varamaður á 67. mínútu.

Blackburn er með 14 stig á toppnum en Blackpool, Brighton, Hull og Cardiff eru með 13 stig hvert.

Úrslitin í kvöld:

Birmingham - Bolton 2:1
Blackburn - Barnsley 2:1
Derby - Charlton 3:2
Leeds - Hull 2:3
Millwall - Cardiff 0:2
Watford -  Brighton 0:1
Peterborough - Bristol City 1:2
Blackpool - Middlesbrough 4:1
Crystal Palace - Nottingham Forest 1:1

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert