Cole: Verjast alltaf á tíu mönnum

Chelsea-menn fagna marki Ashley Cole í dag.
Chelsea-menn fagna marki Ashley Cole í dag. AFP

„Þetta var bardagi. Stoke spilar upp á líkamlegan styrk sinn og gerði okkur erfitt fyrir að spila okkar fótbolta,“ sagði Ashley Cole hetja Chelsea eftir 1:0 sigurinn á Stoke í dag. Markið skoraði Cole með laglegri vippu úr teignum rúmum fimm mínútum fyrir leikslok.

Chelsea er því með 13 stig á toppnum og þriggja stiga forskot á næstu lið fyrir leiki morgundagsins.

„Þeir verjast alltaf aftarlega á tíu mönnum, en í markinu okkar þá lékum við boltanum frábærlega og ég ákvað bara að taka sénsinn á að fara inn í vítateiginn. Ég átti nokkur skot í fyrri hálfleiknum þar sem ég tók mér of langan tíma en í þetta skiptið datt mér strax í hug að vippa boltanum og gerði það,“ sagði Cole.

„Það eru tvö eða þrjú ár síðan ég skoraði. Það er gott fyrir sálartetrið að vera efstir í deildinni. Á síðustu leiktíð áttum við sjaldan góða daga í úrvalsdeildinni,“ sagði Cole.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert