Gylfi Þór fékk lægstu einkunn allra

Gylfi Þór Sigurðsson átti ekki góðan dag í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson átti ekki góðan dag í gær. AFP

Íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Gylfi Þór Sigurðsson fær ekki mikið lof fyrir frammistöðu sína með Tottenham gegn QPR í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann var tekinn af velli í hálfleik í stöðunni 0:1 en Tottenham kom til baka í síðari hálfleik og vann, 2:1.

Gylfi fær lægstu einkunn allra á vellinum hjá Sky Sports eða 5 af 10. José Bosingwa, leikmaður QPR, fær reyndar sömu einkunn en hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla á annarri mínútu.

„Tekinn af velli eftir slakan fyrri hálfleik,“ segir í umsögn um Gylfa á vef Sky Sports.

Knattspyrnuvefsíðan Goal.com gefur Gylfa Þór eina og hálfa stjörnu af fimm og segir hann hafa verið slakasta mann leiksins.

„Sást varla í leiknum og var skipt út af í fyrri hálfleik. Það á enn eftir að koma í ljós hvort velgengni hans hjá Swansea var eitthvað meira en vel tímasett heppni,“ segir í umsögn vefjarins um Gylfa Þór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert