Walcott vill verða goðsögn eins og Henry

Walcott vill ekki meiri pening heldur nýja stöðu.
Walcott vill ekki meiri pening heldur nýja stöðu. AFP

Samningaviðræður Theos Walcotts, vængmanns Arsenal, við félagið ganga illa en það er ekki vegna þess að hann heimtar svo há laun. Málið snýst um að Walcott vill spila minna á kantinum og meira sem framherji.

„Byrjunin í deildinni hefur verið erfið fyrir mig því það eru allir að tala um að ég vilji meiri pening,“ segir Walcott við Sky Sports News.

„Þetta hefur aldrei snúist um peninga. Ég hef fengið tilboð og væri farinn ef ég ætlaði að fara. Aðalatriðið er að ég vil fara spila meira sem framherji. Það er allt og sumt, í alvöru,“ segir hann.

„Vonandi verður hægt að ganga frá þessu því ég vil vera áfram hjá Arsenal. Ég vil spila fyrir félagið og reyna að vinna titla. Ég man þegar Thierry Henry kom hingað 22 ára gamall og varð síðan að goðsögn. Vonandi get ég orðið sama goðsögnin sem framherji,“ segir Theo Walcott.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert