Gylfi skoraði eitt og lagði upp annað

Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson Ljósmynd/spurs-web

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Tottenham þegar liðið hrósaði 3:0 útisigri gegn Carlisle í 2. umferð enska deildabikarsins í knattspyrnu í kvöld.

Gylfi lagði upp fyrsta markið sem Jan Vertonghen skoraði með skalla. Andros Townsend skoraði annað markið og Gylfi átti svo lokaorðið þegar hann skoraði með skalla á 88. mínútu.

Arsenal burstaði Coventry, 6:1. Theo Walcott skoraði tvö marka Arsenal og þeir Olivier Giroud, Alex Oxlade-Chamberlain, Andrei Arshavin og Miquel skoruðu sitt markið hver.

Manchester United hafði betur á móti Newcastle á Old Trafford, 2:1. Anderson og Tom Cleverley komu United í 2:0 áður en Papiss Cissé minnkaði muninn fyrir Newcastle.

Það gengur ekkert hjá QPR sem tapaði á heimavelli fyrir Reading, 3:2. unior Hoilett og Djibril Cissé gerðu mörk QPR en þeir Kaspars Gorkss, Nicky Shorey og Pavel Pogrebnjak skoruðu mörk Reading. Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Reading.

Leikur WBA og Liverpool stendur enn yfir og þar er staðan, 1:1, þegar 10 mínútur eru eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert