Arsenal vann West Ham á útivelli, 3:1, í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Mohamed Diamé kom West Ham yfir með fallegu marki í fyrri hálfleik en Frakkinn Oliver Giroud jafnaði metin undir lok hálfleiksins, 1:1, með sínu fyrsta úrvalsdeildarmarki.
Theo Walcott og Santi Cazorla tryggðu svo Arsenal sigurinn með tveimur mörkum á sex mínútna kafla í seinni hálfleik, 3:1.
Með sigrinum lyfti Arsenal sér upp í fimmta sætið með tólf stig en Man. United og Tottenham, sem eru með tólf og ellefu stig, eiga leiki á morgun.
West Ham féll niður í áttunda sæti með ellefu stig.
90.+6 LEIK LOKIÐ
83. MARK! - 1:3. Arsenal er að ganga frá þessum leik. Spánverjinn Santi Cazorla fær boltann fyrir utan teiginn hjá West Ham og þrumar honum í netið. Frábært mark!
77. MARK! - 1:2. Arsenal kemst yfir og það er varamaðurinn Theo Walcott sem skorar. Walcott fær sendingu inn fyrir vörnina og klárar færið vel framhjá Jussa í markinu.
70. Liðin skiptast á að sækja núna. Leikurinn er opinn og fjörugur.
46. Seinni hálfleikur er hafinn.
45. HÁLFLEIKUR
41. MARK! - 1:1. Arsenal jafnar metin fjórum mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Franski framherjinn Oliver Giroud skorar eftir laglega sókn gestanna. Fyrsta úrvalsdeildarmark Frakkans.
21. MARK! - 1:0. Arsenal hefur sótt án afláts en það er West Ham sem tekur forustuna. Mohamed Diamé leikur skemmtilega á Aaron Ramsey vinstra megin við vítateig Arsenal og smyr boltann svo í samskeytin fjær.
1. Leikurinn er hafinn.
Lið West Ham: Jaaskelainen, Demel, Collins, Reid, McCartney, Noble, Diame, Vaz Te, Nolan, Jarvis, Carrol
Lið Arsenal: Mannone, Jenkinson, Mertesacker, Vermaelen, Gibbs, Ramsey, Cazorla, Arteta, Gervinho, Giroud, Podolski