Adrián til Arsenal í janúar?

Adrián López (t.h.) í leik gegn Espanyol.
Adrián López (t.h.) í leik gegn Espanyol. AFP

Arsenal ætlar að bjóða Atlético Madrid 15 milljónir punda fyrir spænska sóknarmanninn Adrián López þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar ef marka má frétt Daily Mail.

Í frétt blaðsins segir að Arsene Wenger sé ekki nógu ánægður með hvernig fyllt hafi verið í skarðið sem Robin van Persie skildi eftir sig í sumar og Adrián sé ætlað að breyta því. Munu útsendarar Arsenal fylgjast með kappanum á leik Atlético Madrid og Real Sociedad á sunnudaginn.

Adrián verður 25 ára í janúar en hann á að baki 2 A-landsleiki fyrir Spán og skoraði 7 mörk í 35 deildarleikjum á fyrstu leiktíð sinni með Atlético.

Í frétt Daily Mail segir að liðsfélagi Adriáns, Fernando Llorente, sé einnig í sigtinu hjá Arsenal sem og Stevan Jovetic leikmaður Fiorentina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert