Markalaust hjá West Ham og Man. City

Edin Dzeko í baráttu við Winston Reid og Mohamed Diamé …
Edin Dzeko í baráttu við Winston Reid og Mohamed Diamé í dag. AFP

Englandsmeisturum Manchester City mistókst að komast upp að hlið Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag er þeir gerðu markalaust jafntefli við West Ham á Upton Park.

Leikurinn var heldur tíðindalítill eins og tölurnar bera með sér en bæði lið fengu þó færi til að skora. West Ham er nú í 8. sæti deildarinnar með 15 stig.

90. LEIK LOKIÐ.

84. Carlos Tévez var klappað lof í lófa er honum var skipt af leikvelli og virðist enn eiga sinn sess í hjörtum stuðningsmanna West Ham. Javi Garcia kom inná í staðinn.

82. Staðan er enn markalaus þegar rétt um tíu mínútur eru til leiksloka og Englandsmeistararnir eru ekkert sérstaklega líklegir til að breyta því. Enn er þó tími til stefnu.

69. Agüero er kominn inná fyrir Mario Balotelli sem virtist allt annað en sáttur við skiptinguna.

69. Gareth Barry var hársbreidd frá því að skora fyrir City þegar hann kom á ferðinni inn í teiginn, tók boltann niður eftir fyrirgjöf frá vinstri en skaut svo framhjá úr frábæru færi.

65. Carlos Tévez komst í ágætt færi vinstra megin í vítateig West Ham en þrumaði yfir markið. Sergio Agüero er að gera sig kláran að koma inná.

45. HÁLFLEIKUR. Enn hefur ekkert verið skorað en bæði lið hafa komist nærri því. West Ham kom meira að segja boltanum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu, sem virtist röng ákvörðun.

33. Staðan er enn markalaus á Upton Park en hún ætti kannski ekki að vera það því Mario Balotelli var að skjóta yfir af afar stuttu færi eftir aukaspyrnu. Slæmt klúður.

13. Mohamed Diamé átti stórhættulegt skot rétt yfir mark Manchester City.

4. Kevin Nolan virtist hafa komið West Ham yfir og var farinn að fagna marki sínu en það var dæmt af vegna rangstöðu. Nolan kom boltanum í netið með viðstöðulausu skoti úr teignum eftir aukaspyrnu en það stóð afar tæpt að hann væri rangstæður og líklega var dómurinn rangur.

1. LEIKUR HAFINN.

West Ham: Jääskeläinein, O'Brien, McCartney, Collins, Reid, Noble, Nolan, Diame, Jarvis, Benayoun, Carroll.
Varamenn: Spiegel, Chambers, Spence, O'Neil, Hall, Maiga, Cole.

Man. City: Hart, Kolo Touré, Kompany, Nastasic, Clichy, Yaya Touré, Nasri, Milner, Tévez, Dzeko, Balotelli.
Varamenn: Pantilimon, Zabaleta, Kolarov, Barry, Sinclair, Garcia, Agüero.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert