Franski framherjinn Oliver Giroud, leikmaður Arsenal, segir að frammistaða liðsins varnarlega hafi verið slök að undanförnu og liðið verði að bæta úr því.
Arsenal er fallið niður í áttunda sæti í ensku úrvalsdeildinni en liðið gerði jafntefli við Fulham, 3:3, um síðustu helgi eftir að komast yfir, 2:0.
„Við fáum á okkur mikið af mörkum. Það er erfitt að vinna leiki þegar maður fær alltaf á sig tvö til þrjú mörk í leik. Þetta verðum við að bæta,“ segir Giroud en vill þó ekki kenna varnarmönnunum alfarið um.
„Þetta er ekki bara varnarmönnunum að kenna. Við verðum að verjast betur sem lið,“ segir Oliver Giroud.