Rodgers: Suárez fer ekki fet

Suárez fagnar einu af ellefu mörkum sínum á tímabilinu.
Suárez fagnar einu af ellefu mörkum sínum á tímabilinu. AFP

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að úrúgvæski framherjinn Luis Suárez sé ekki á leið frá félaginu í janúar en Manchester City hefur verið orðað við leikmanninn á undanförnum dögum.

„Suárez verður ekki settur á uppboð í janúar. Hann verður hjá okkur,“ segir Rodgers en Suárez hefur verið sjóðheitur á tímabilinu og skorað 11 mörk í 16 leikjum, þar af átta í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann er markahæstur ásamt Robin van Persie.

„Ef við missum Luis verðum við ekki með neinn framherja, sem er nokkuð sem við megum ekki við. Hann er svo sannarlega ekki leikmaður sem við viljum selja. Frekar viljum við bæta leikmönnum í hópinn,“ segir Brendan Rodgers.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert