Cardiff vann toppslaginn

Heiðar Helguson í leik með Cardiff.
Heiðar Helguson í leik með Cardiff. Ljósmynd/Cardiff

Cardiff komst í dag í annað sætið í ensku B-deildinni í knattspyrnu með því að sigra Middlesbrough, 1:0, á heimavelli í dag. Liðin höfðu þar með sætaskipti.

Matthew Connolly skoraði sigurmarkið á 19. mínútu. Heiðar Helguson lék allan leikinn með Cardiff en Aron Einar Gunnarsson fór af velli á 61. mínútu og Craig Bellamy kom í hans stað. Cardiff hefur nú unnið alla níu heimaleiki sína í deildinni á tímabilinu.

Björn Bergmann Sigurðarson lék allan leikinn með Wolves sem sótti Watford heim og tapaði, 2:1. Wolves er í 16. sæti deildarinnar með 22 stig.

Eggert Gunnþór Jónsson lék sinn fyrsta leik með Charlton sem lagði Burnley, 1:0, á útivelli. Eggerti var skipt af velli á 53. mínútu. Charlton er í 14. sætinu með 23 stig.

Crystal Palace vann Derby, 3:0, og er með 36 stig á toppnum. Cardiff er með 34 stig og Middlesbrough 32 í þriðja sætinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert