Roberto Di Matteo rekinn frá Chelsea

Roberto Di Matteo.
Roberto Di Matteo. AFP

Roberto Di Matteo var í morgun rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri Chelsea en tilkynning um þess efnis barst á vef félagsins. Undir stjórn Di Matteo varð Chelsea Evrópumeistari á síðustu leiktíð og vann einnig ensku deildabikarkeppnina.

Di Matteo var ráðinn tímabundið til starfa hjá Chelsea í byrjun ársins eftir að Portúgalanum Andre-Villas Boas var sagt upp störfum en Chelsea gerði síðan tveggja ára samning við Di Matteo í júnímánuði.

Chelsea-liðinu hefur vegnað illa í síðustu leikjum og hefur aðeins unnið tvo af síðustu átta leikjum sínum og 3:0 tapið á móti Juventus í Meistaradeildinni í gærkvöld var kornið sem fyllti mælinn hjá stjórnendum Lundúnaliðsins. Með tapinu á Chelsea litla möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin.

Pep Guardiola fyrrum þjálfari Barcelona og Rafael Benítez fyrrum stjóri Liverpool hafa verið orðaðir við stjórastöðuna hjá Chelsea sem ætlar að ráða nýjan stjóra eins fljótt og auðið er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert