Anderson byrjar á móti West Ham

Anderson var góður um helgina.
Anderson var góður um helgina. AFP

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar að verðlauna brasilíska miðjumanninn Anderson með sæti í byrjunarliðinu fyrir innkomu sína í sigrinum gegn QPR um helgina.

Man. United lenti undir, 1:0, snemma í seinni hálfleik en Ferguson var snöggur að bregðast við því og setti Anderson og Javier Hernández inná.

„Anderson vann leikinn fyrir okkur. Hann var frábær. Hann tók yfir leikinn og er sjálfvalinn í liðið á miðvikudaginn,“ segir Sir Alex.

Portúgalski vængmaðurinn Nani er áfram meiddur og þá er ekki búist við að Antonio Valencia verði klár fyrir miðvikudaginn.

„Við þurfum að sjá til með Antonio en Nandi er frá. Chris Smalling og Phil Jones voru á bekknum um helgina og verða klárir í leikinn gegn West Ham,“ segir Alex Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert