Benítez: Vil vinna fólkið á mitt band

Benítez er ekki sá vinsælasti á Brúnni.
Benítez er ekki sá vinsælasti á Brúnni. AFP

Rafael Benítez, bráðabirgðastjóri Chelsea, trúir því að hann geti komið framherjanum Fernando Torres aftur í gang og unnið traust stuðningsmanna liðsins sem hafa heitið því að baula áfram á hann.

„Ég skil hvernig stuðningsmönnunum líður. Ég mun reyna að sanna fyrir þeim að ég er hér á réttum forsendum og vil vinna,“ segir Benítez í viðtali við Sky Sports News.

„Ef einum leikmanna minna gengur ekki vel segi ég honum að einbeita sér að sínu starfi og ekki láta utanaðkomandi hluti hafa áhrif á fótboltann.

Það sama gildir um mig. Ég vil einbeita mér að þjálfun liðsins, reyna að bæta leikmennina og vinna stuðningsmennina á mitt band,“ segir Benítez en hvað með Torres?

„Torres getur komist aftur í gang en hversu góður hann verður veit ég ekki. Það fer eftir liðinu. Auðvitað getur hann bætt sig en það fer eftir því hversu mikið liðið hjálpar honum,“ segir Rafa Benítez.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert