Manchester United er áfram á toppi ensku úrvaldseildarinnar í fótbolta eftir sigur á West Ham, 1:0, á Old Trafford í kvöld en þar skoraði Robin van Persie eina mark leiksins eftir 33 sekúndur.
Á sama tíma vann Manchester City lið Wigan á útivelli, 2:0, með mörkum Marios Balotelli og James Milners. Man. City er í öðru sæti deildarinnar með 32 stig, einu stigi minna en Man. United en sex stigum meira en Chelsea og WBA sem koma næst. Manchester-liðin eru að stinga af í augnablikinu.
Rafa Benítez fékk vænt baul á sig eftir leik liðsins gegn Fulham í kvöld en annan leikinn í röð tókst Chelsea ekki að skora. Liðin skildu jöfn í Lundúnarslagnum, markalaus. Everton og Arsenal gerðu einnig jafntefli, 1:1, þar sem Theo Walcott kom Arsenal yfir en Marouane Fellaini jafnaði fyrir heimamenn.
Á White Hart Lane vann Tottenham góðan sigur á Liverpool, 2:1. Tottenham komst yfir, 2:0, snemma leiks með mörkum frá Aaron Lennon og Gareth Bale en Bale varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark í seinni hálfleik. Liverpool sótti stíft á heimamenn í seinni hálfleik en þurfti að sætta sig við tap. Gylfi Þór Sigurðsson kom inná í seinni hálfleik hjá Tottenham en gerði ekki mikið.
Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.
Chelsea - Fulham 0:0 LL
Everton - Arsenal 1:1 LL
Marouane Fellaini 28. - Theo Walcott 1.
Southampton - Norwich 1:1 LL
Rickie Lambert 32. - Robert Snodgrass 45.
Stoke - Newcastle 2:1
Jonathan Walters 81., Cameron Jerome 85. - Papiss Cissé 47.
Swansea - West Bromwich 3:1 LL
Michu 9., Wayne Routledge 11., 38. - Romelu Lukaku 45.
Tottenham - Liverpool 2:1 LL
Aaron Lennon 7., Gareth Bale 16. - Gareth Bale 72. sjálfsm.
Man. United - West Ham 1:0 LL
Robin van Persie 1.
Wigan - Man. City 0:2 LL
Mario Balotelli 69., James Milner 72.
---
21.53 Leik lokið hjá Wigan og Man. City, 0:2
21.50 Leik lokið hjá Man. United og West Ham, 1:0.
21.43 Haldi Manchester-liðin út verða þau með gott forskot á næstu lið eftir kvöldið. Eins og staðan er núna er Man. United á toppnum með 33 stig, City 32 stig og Chelsea svo í þriðja sæti með 26 stig eins og WBA sem er í fjórða sæti. Rafa Benítez byrjar á tveimur markalausum jafnteflum.
21.38 Carlton Cole fær gott færi í vítateig Man. United eftir háa sendingu inn á teiginn en Lindegaard ver.
21.38 Leik lokið hjá Stoke og Newcastle, 2:1.
21.38 Leik lokið hjá Everton og Arsenal, 1:1.
21.37 Leik lokið hjá Tottenham og Liverpoool, 2:1.
21.37 Leik lokið hjá Swansea og WBA, 3:1.
21.37 Leik lokið hjá Southampton og Norwich, 1:1.
21.35 Leik lokið hjá Chelsea og Fulham, 0:0.
21.31 MARK! Nú hrannast inn mörkin. Stoke er komið yfir gegn Newcastle, 2:1, fjórum mínútum eftir að jafna leikinn. Cameron Jerome sem lagði upp fyrra markið skorar sitt fyrsta mark á leiktíðinni eftir sendingu frá Kenwyne Jones.
21.30 MARK! Man. City ekki lengi að bæta við öðru marki, 2:0. James Milner skorar eftir sendingu frá Gareth Barry.
21.28 MARK! Man. City tekur forustuna á útivelli gegn Wigan, 1:0. Mario Balotelli þakkar fyrir tækifærið í byrjunarliðinu og skorar á 69. mínútu.
21.26 MARK! Stoke jafnar metin gegn Newcastle, 1:1. Jonathan Walters skorar á 81. mínútu eftir sendingu frá Cameron Jerome. Ekkert gengur hjá Newcastle þessa dagana.
21.15 MARK! Liverpool hefur sett mikla pressu á Tottenham í seinni hálfleik og uppskera nú mark sem heimamenn sjá reyndar um að skora sjálfir. Steven Gerrard nær skalla eftir hornspyrnu en Aaron Lennon stendur á línunni og ætlar að hreinsa boltann burt. Það heppnast ekki betur en svo að Lennonn þrumar boltanum í andlitið á Gareth Bale og þaðan fer hann í netið. Staðan er 2:1.
21.13 Gylfi Sigurðsson er kominn inná hjá Tottenham.
21.03 Sylvain Distin hársbreidd frá því að koma Everton yfir með skalla eftir hornspyrnu en Szszesny ver frábærlega.
21.02 Seinni hálfleikur hafinn á Old Trafford og á DW-vellinum.
20.52 MARK! Newcastle kemst yfir gegn Stoke á útivelli, 1:0. Senegalinn Papiss Cissé sem hefur ekki verið iðinn við kolann hingað til skorar á 47. mínútu. Aðeins hans annað mark í deildinni.
20.48 Seinni hálfleikur hjá Tottenham og Liverpool er hafinn og hinir fimm leikirnir eru einnig að detta í gang aftur.
20.47 Þá er kominn hálfleikur í leikjunum sem hófust klukkan 20.00. Man. United komst yfir eftir 33 sekúndur en það er markalaust í Wigan þar sem heimamenn eru með Englandsmeistarana í heimsókn.
20.32 Það er kominn hálfleikur í leikjunum sem hófust klukkan 19.45.
20.31 MARK! WBA minnkar muninn á þriðju mínútu í uppbótartíma gegn Swansea, 3:1. Romelu Lukaku skorar fyrir gestina.
20.30 MARK! Norwich jafnar gegn Southamton, 1:1. Robert Snodgrass skorar fyrir gestina á lokamínútu fyrri hálfleiks.
20.25 MARK! Swansea er komið í 3:0 gegn WBA. Wayne Routledge skorar sitt annað mark á 38. mínútu. Spútniklið tímabilsins er að láta valta yfir sig í Wales.
20.22 Liverpool hársbreidd frá því að minnka muninn. Steven Gerrard kemst í duaðafæri eftir laglega sendingu frá Suárez. Moussa Dembélé nær að stíga Gerrard út þó hann hafi verið alveg á tæpasta vaði. Boltinn berst aftur á Suárez sem nær skoti á markið en Kyle Walker bjargar á línu á síðustu stundu.
20.18 MARK! Southamton kemst yfir gegn Norwich á heimavelli, 1:0. Markahrókurinn Rickie Lambert skorar á 32. mínútu.
20.13 MARK! Everton jafnar metin gegn Arsenal, 1:1. Að sjálfsögðu er það Belginn Marouane Fellaini sem skorar með snyrtilegu skoti fyrir utan teig í bláhornið á 28. mínútu.
20.01 MARK! Manchester United kemst yfir eftir 33 sekúndur gegn West Ham. Robin van Persie skorar sit níunda mark í deildinni.
20.01 MARK! Tottenham bætir við gegn Liverpool, staðan er 2:0. Gareth Bale tekur aukaspyrnu fyrir utan teig sem fer af varnarveggnum og í netið. Reina var farinn í hitt hornið.
20.00 Hinir tveir leikir kvöldsins eru hafnir.
19.57 MARK! Swansea skorar aftur og aftur leggur Pablo Hernández upp markið. Nú fyrir Wayne Routledge sem skorar á 11. mínútu leiksins. WBA í veseni.
19.55 MARK! Swansea tekur forustuna gegn spútnikliði WBA á heimavelli. Spánverjinn Michu skorar sjöunda mark sitt á tímabilinu á 9. mínútu eftir sendingu frá Pablo Hernández.
19.52 MARK! Hitt Norður-Lundúnarliðið, Tottenham, skorar líka snemma leiks. Gareth Bale leggur upp mark fyrir Aaron Lennon á 7. mínútu gegn Liverpool
19.48 MARK! Arsenal kemst yfir gegn Everton á fyrstu mínútu leiksins. Theo Walcott skorar eftir sendingu frá Aaron Ramsey.
19.45 Fyrstu sex leikir kvöldsins eru hafnir. Leikurinn á Old Trafford og á DW-vellinum hefjast klukkan 20.00.
19.18 Lið Englandsmeistara Man. City sem mætir Wigan á útivelli má nú sjá hér að neðan. Þar er Mario Balotelli nokkur í byrjunarliðinu ásamt Sergio Agüero.
19.07 Byrjunarlið Man. United er klárt en það má sjá hér að neðan. Wayne Rooney, Van Persie og Javier Hernández eru allir í byrjunarliðinu.
19.00 Gylfi Þór Sigurðsson er á varamannabekk Tottenham sem tekur á móti Liverpool.
19.00 Allir leikirnir nema Man. United - West Ham og Wigan - Man. City hefjast klukkan 19.45 en hinir klukkan 20.00.
Byrjunarliðin:
Chelsea: Cech; Azpili, Ivan, Luiz, Cole; Ram, Rom; Hazard, Oscar, Bert; Torres
Fulham: Schwarzer; Riether, Senderos, Hughes, Riise; Duff, Sidwell, Diarra, Karagounis, Rodallega; Berbatov
Liverpool: Reina, Johnson, Downing, Agger, Skrtel, Allen, Gerrard, Henderson, Enrique, Sterling, Suarez.
Tottenham: Lloris, Walker, Dawson, Gallas, Vertonghen, Sandro, Dembele, Lennon, Dempsey, Bale, Defoe.
Arsenal: Szczesny, Sagna, Koscielny, Mertesacker, Vermaelen, Wilshere, Arteta, Ramsey, Cazorla, Walcott, Giroud.
Everton: Howard, Hibbert, Baines, Gibson, Jagielka, Jelavic, Naismith, Distin, Osman, Pienaar, Fellaini
Man. United: Lindegaard, Rafael, Evans, Smalling, Evra, Anderson, Carrick, Cleverley, Hernandez, Rooney, Van Persie
West Ham: Jaaskelainen, Demel, O'Brien, Reid, Collins, Tomkins, Diame, Nolan, Jarvis, Taylor, Carroll
Man. City: Hart; Maicon, Kompany, Nastasic, Zabaleta; Garcia, Barry; Silva, Yaya Toure, Balotelli; Aguero.
Wigan: Al Habsi, Kone, McCarthy, Jones, Di Santo, Gomez, Boyce, Beausejour, Stam, Lopez, Figueroa.
Stoke: Begovic; Shotton, Shawcross, Huth, Cameron; Walters, Whelan, Nzonzi, Adam, Etherington; Crouch.
Stoke: Krul; Simpson, Williamson, Coloccini, Santon; Anita, Tiote, Perch, Gutierrez; Cisse, Ba.
Norwich: Bunn; Garrido, Bassong, R Bennett, Whittaker; Pilkington, Johnson, Tettey, Snodgrass; Hoolahan; Holt
Southampton: Gazzaniga, Clyne, Fonte, Yoshida, Shaw, Puncheon, Schneiderlin, Cork, Lallana, Ramirez, Lambert
Swansea: Tremmel, Rangel, Chico, Williams (c), Davies, Britton, Ki, Dyer, Hernandez, Routledge, Michu.
WBA: Myhill; Jones, McAuley, Olsson, Ridgewell; Yacob, Mulumbu; Odemwingie, Morrison, Brunt; Lukaku.