Heiðar lagði upp þrjú mörk í Blackburn

Heiðar Helguson í leik með Cardiff.
Heiðar Helguson í leik með Cardiff. Ljósmynd/cardiffcityfc.com

Heiðar Helguson lék frábærlega með Cardiff City gegn Blackburn Rovers í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld en velska liðið vann þar magnaðan útisigur á Ewood Park, 4:1, og styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar.

Mark Hudson kom Cardiff yfir eftir hálftíma leik og staðan var 1:0 í hálfleik. Norðmaðurinn Joshua King jafnaði fyrir Blackburn á 51. mínútu en fimm mínútum síðar skoraði Craig Bellamy fyrir Cardiff eftir skallasendingu Heiðars, 2:1.

Joe Mason og Bo-Young Kim tryggðu síðan sigurinn með mörkum á 84. og 85. mínútu,  báðir eftir sendingar frá Heiðari sem þar með lagði upp þrjú marka liðsins. Honum var skipt af velli í uppbótartímanum en Aron Einar Gunnarsson var á meðal varamanna Cardiff og kom ekkert við sögu.

 Cardiff er með 44 stig á toppnum en á eftir koma Crystal Palace með 40 stig, Leicester með 36, Middlesbrough og Hull með 35, og öll eiga þau einn leik til góða á Cardiff.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert