Ekki hægt að finna net sem stöðvar smámynt

Rio Ferdinand teygir sig eftir myntinni sem hæfði hann í …
Rio Ferdinand teygir sig eftir myntinni sem hæfði hann í höfuðið í grannaslagnum á sunnudaginn. AFP

„Ég held það verði að skoða þá hugmynd að setja upp net á sumum svæðum vallanna,“ segir Gordon Taylor, framkvæmdastjóri leikmannasamtaka ensku úrvalsdeildarinnar. Taylor veltir upp þessum möguleika í ljósi þess sem kom fyrir á Etihad-vellinum um helgina þegar Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, blóðgaðist eftir að fá smámynt í andlitið sem kastað var í hann úr stúkunni.

„Netin gætu þá verið fyrir aftan markið og við hornfánana,“ segir Taylor en smámynt rigndi einnig yfir Wayne Rooney þegar hann reyndi að taka hornspyrnur.

Netin yrðu einnig sett upp til að hindra áhorfendur í því að hlaupa inn á völlinn en Joe Hart, markvörður Man. City, stöðvaði á sunnudaginn áhorfanda sem ætlaði í Ferdinand.

Leikvallarhönnuðurinn segir þessa hugmynd ógerlega því ekki sé hægt að finna net sem er nógu fíngert til að stöðva smámynt. „Það þarf ótrúlega fíngert net til að stöðva jafnlitla mynt og eitt pens. Ég hef aldrei séð svoleiðis net,“ segir Fletcher. „Á sumum völlum er net en það er til að stöðva stærri hluti eins og blys. Ég hef aldrei skoðað net sem geta stöðvað smámynt þegar ég er að hanna velli,“ segir Paul Fletcher. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert