Aston Villa hirti stigin á Anfield - United vann

Manchester United er á ný með sex stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir öruggan sigur á Sunderland í dag, 3:1. United er með 42 stig en Manchester City sem vann Newcastle 3:1 fyrr í dag er með 36 stig í öðru sætinu.

Robin van Persie, Tom Cleverley og Wayne Rooney skoruðu fyrir United áður en Frazier Campbell minnkaði muninn fyrir Sunderland.

Christian Benteke lék Liverpool grátt á Anfield þegar Aston Villa vann þar óvæntan sigur, 3:1. Hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp fyrir Andreas Weimann áður en Steven Gerrard náði að koma Liverpool á blað.

QPR vann loksins leik, sigraði Fulham 2:1 með tveimur mörkum frá Abel Taarabt, og innbyrti fyrsta sigurinn á tímabilinu eftir að hafa verið án sigurs í fyrstu 16 leikjunum.

Norwich hélt áfram góðu gengi og vann Wigan, 2:1, þar sem Wes Hoolahan skoraði sigurmarkið.

Cardiff tapaði fyrstu stigunum á heimavelli í B-deildinni, 1:2 gegn Peterborough. Heiðar Helguson lék allan leikinn með Cardiff og Aron Einar Gunnarsson kom inná sem varamaður á 51. mínútu. Cardiff er áfram á toppnum þrátt fyrir tapið.

Björn Bergmann Sigurðarson lék allan leikinn með Wolves sem sótti Middlesbrough heim og beið lægri hlut, 2:0.

Úrslitin í leikjunum:

Liverpool - Aston Villa 1:3 LEIK LOKIÐ
Steven Gerrard 87. -- Christian Benteke 29., 51., Andreas Weimann 40.

Manch.Utd - Sunderland 3:1 LEIK LOKIÐ
Robin van Persie 16., Tom Cleverley 19., Wayne Rooney 59. -- Frazier Campbell 72.

Norwich - Wigan 2:1 LEIK LOKIÐ
Anthony Pilkington 15., Wes Hoolahan 64. -- Shaun Maloney 51.

QPR - Fulham 2:1 LEIK LOKIÐ
Adel Taarabt 52., 68. -- Mladen Petric 88.

Stoke - Everton 1:1 LEIK LOKIÐ
Kenwyne Jones 52. -- Ryan Shawcross 36.(sjálfsm.)

Íslendingalið í B-deildinni:
Cardiff - Peterborough 1:2
Middlesbrough - Wolves 2:0

87. MARK á Anfield, 1:3. Loksins kemur Liverpool boltanum í netið. Steven Gerrard nær að breyta stefnu boltans eftir skot frá Glen Johnson. Á Loftus Road er sigur QPR kominn í hættu eftir að Mladen Petric skorar fyrir Fulham og minnkar muninn í 2:1.

72. MARK á Old Trafford, 3:1. Ekki náði Nemanja Vidic að halda hreinu lengi. Fjórum mínútum eftir að hann kemur í vörn United fær liðið á sig mark þegar Frazier Campbell minnkar muninn fyrir Sunderland.

68. Athyglisverð skipting á Old Trafford. Rio Ferdinand fer af velli og fyrirliðinn Nemanja Vidic kemur í hans stað. Vidic spilar þar með sinn fyrsta leik síðan hann meiddist um miðjan september. Á Loftus Road virðast  sögulegt tíðindi vera að gerast. Adel Taarabt kemur QPR í 2:0 gegn Fulham og allt stefnir í fyrsta sigur liðsins á tímabilinu.

64. MARK á Carrow Road, 2:1. Norwich kemst yfir á ný gegn Wigan þegar Wes Hoolahan skorar.

59. MARK á Old Trafford, 3:0. Manchester United gefur ekkert eftir og sigurinn er væntanlega í höfn gegn Sunderland. Wayne Rooney skorar þriðja markið eftir sendingu frá Robin van Persie.

53. Í B-deildinni er toppliði Cardiff óvænt undir á heimavelli gegn Peterborough, 0:2, og Aron Einar Gunnarsson var að koma inná  sem varamaður hjá Cardiff.

52. MARKAREGN!! - Mörk á fjórum völlum á nánast sama augnablikinu. Eftir þriðja mark Aston Villa á Anfield skorar Adel Taarabt fyrir QPR gegn Fulham, 1:0, Kenwyne Jones jafnar fyrir Stsoke gegn Everton, 1:1, og Shaun Maloney jafnar fyrir Wigan í Norwich, 1:1.

51. MARK - 0:3 á Anfield. Eftir linnulitla sókn Liverpool frá upphafi síðari hálfleiks hirðir Christian Benteke boltann af Joe Cole, brunar inní vítateiginn og skorar annað mark sitt í leiknum. Þriggja marka forskot Aston Villa á Anfield!!

46. Seinni hálfleikur er hafinn í leikjunum.

40. MARK - 0:2 á Anfield. Aston Villa lætur kné fylgja kviði og bætir við marki. Aftur er hinn belgíski Christian Benteke á ferð, nú með frábæra hælsendingu á Andreas Weimann sem skorar með viðstöðulausu skoti.

36. MARK - 0:1 á Britannia. Everton nær forystunni gegn Stoke á útivelli. Steven Pienaar sendir fyrir markið og Ryan Shawcross skorar sjálfsmark.

29. MARK - 0:1 á Anfield. Liverpool hefur átt leikinn gegn Aston Villa með húð og hári en það eru gestirnir sem skora. Christian Benteke fær boltann 25 metra frá marki og skorar með glæsilegu skoti í stöng og inn!

19. MARK - 2:0 á Old Trafford. Manchester United styrkir stöðuna gegn Sunderland og nú skorar Tom Cleverley eftir sendingu frá  Michael Carrick.

16. MARK á Old Trafford, 1:0. Robin van Persie kemur Manchester United yfir gegn Sunderland eftir fyrirgjöf frá Ashley Young. Þá er Anthony Pilkington búinn að koma Norwich yfir gegn Wigan.

10. Heiðar Helguson skorar fyrir Cardiff eftir sendingu frá Craig Bellamy, gegn Peterborough, en því miður er markið dæmt af vegna rangstöðu.

4. Aston Villa er með sitt yngsta byrjunarlið í úrvalsdeildinni frá upphafi, meðalaldurinn í dag er 23 ár og 308 dagar.

1. Leikirnir eru hafnir.

Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Downing, Gerrard, Lucas, Allen, Shelvey, Suarez, Sterling.
Varamenn: Jones, Cole, Henderson, Coates, Carragher, Fernandez Saez, Wisdom.
Aston Villa: Guzan, Lowton, Baker, Clark, Lichaj, Westwood, Herd, Holman, Bannan, Benteke, Weimann.
Varamenn: Given, El Ahmadi, N'Zogbia, Albrighton, Delph, Bowery, Bennett.

Man Utd: De Gea, Jones, Smalling, Ferdinand, Evra, Valencia, Carrick, Cleverley, Young, Rooney, van Persie.
Varamenn: Lindegaard, Giggs, Hernandez, Vidic, Welbeck, Scholes, Fletcher.
Sunderland: Mignolet, Cuellar, Colback, O'Shea, Bramble, Larsson, Gardner, Johnson, McClean, Sessegnon, Fletcher.
Varamenn: Westwood, Campbell, Wickham, McFadden, Kilgallon, Vaughan, Saha.

Stoke: Begovic, Wilkinson, Shawcross, Huth, Cameron, Walters, Whelan, Nzonzi, Etherington, Adam, Jones.
Varamenn: Sorensen, Palacios, Whitehead, Upson, Kightly, Crouch, Jerome.
Everton: Howard, Coleman, Jagielka, Distin, Baines, Naismith, Osman, Gibson, Pienaar, Fellaini, Jelavic.
Varamenn: Mucha, Heitinga, Oviedo, Hitzlsperger, Barkley, Vellios, Duffy.

QPR: Green; Traore, Nelsen, Hill, Onuoha; Taarabt, Wright-Phillips, Faurlin, Mbia, Mackie; Cisse.
Fulham: Schwarzer; Hughes, Hangeland, Baird, Riether; Duff, Sidwell, Riise, Richardson, Berbatov, Rodallega.

Norwich: Bunn, Whittaker, Turner, Bassong, Garrido, Snodgrass, Tettey, Johnson, Pilkington, Hoolahan, Holt.
Varamenn: Rudd, Martin, Howson, Jackson, Morison, Elliott Bennett, Barnett.
Wigan: Al Habsi, Boyce, Lopez, Figueroa, Stam, McArthur, McCarthy, Beausejour, Kone, Gomez, Boselli.
Varamenn: Pollitt, Jones, Di Santo, Maloney, McManaman, Fyvie, Golobart.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert