Skrifað í skýin hvar meistaratitillinn hafnar

Tom Cleverley og Javier Hernandez fagna sigurmarkið þess síðarnefnda gegn …
Tom Cleverley og Javier Hernandez fagna sigurmarkið þess síðarnefnda gegn Newcastle í gær. AFP

Hvernig á enski meistaratitillinn að geta hafnað annars staðar en á Old Trafford í vor? Það virðist hreinlega vera skrifað í skýin að Alex Ferguson og hans menn velti nýríku nágrönnunum í Manchester City aftur af þeim stalli. United vann Newcastle, 4:3, í ævintýralegum leik á Old Trafford í gær á meðan Sunderland sigraði City, 1:0, og þar með skilja sjö stig grannliðin að.

Leikmenn United hafa sérhæft sig í því í vetur að vinna leiki eftir að hafa lent undir. Í gær náðu þeir að toppa sjálfa sig með því að lenda þrisvar undir á heimavelli gegn Newcastle og komast yfir í fyrsta skipti í uppbótartíma. Javier Hernández skoraði þá sigurmarkið eftir fína sendingu frá Michael Carrick, 4:3.

Netheimar loguðu á meðan leikurinn stóð yfir, eftir að Mike Dean úrskurðaði sjálfsmark Jonnys Evans löglegt, en með því komst Newcastle í 2:1 í fyrri hálfleiknum. Spurningin var hvort Papiss Cissé, sem var rangstæður, hefði haft áhrif. Gamalkunnir dómarar voru á öndverðum meiði – Graham Poll hrósaði Dean fyrir ákvörðunina á Twitter á meðan Gylfi Þór Orrason sagði hana ranga í viðtali við Fótbolta.net í hálfleik.

Grein Víðis í heild er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert