Sigur hjá toppliði Cardiff en Úlfarnir töpuðu

Aron Einar spilaði fyrri hálfleikinn.
Aron Einar spilaði fyrri hálfleikinn. mbl.is/Golli

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff sem vann Millwall, 1:0, í ensku B-deildinni í fótbolta í dag en Cardiff er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar.

Rudy Gestade skoraði eina mark leiksins fyrir heimamenn á áttundu mínútu en Aron Einar var tekinn af velli í hálfleik. Heiðar Helguson kom inná sem varamaður á 77. mínútu.

Björn Bergmann Sigurðarson lék allan leikinn fyrir Úlfana á hægri kantinum í tapleik heima gegn Ipswich, 2:0. Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópnum. Úlfarnir eru í 17. sæti deildarinnar með 31 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert