Sturridge genginn í raðir Liverpool

Sturridge er mættur á Anfield.
Sturridge er mættur á Anfield. AFP

Enski framherjinn Daniel Sturridge er genginn í raðir Liverpool frá Chelsea en hann skrifaði undir langtímasamning við Liverpool í dag.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Liverpool fær til sín á nýju ári en félagaskiptaglugginn opnaði í gær, á fyrsta degi ársins.

„Ég er fullur auðmýktar og ánægður að vera kominn hingað,“ segir Sturridge á heimasíðu Liverpool eftir undirskriftina.

„Ég skrifaði undir til að vera hérna eins lengi og mögulegt er. Þetta er risastórt félag og eitt það stærsta í heimi fyrir mér.“

Sturridge hóf atvinnumannaferil sinn hjá Manchester City en 2009 færði hann sig um set til Chelsea þar sem hann skoraði 24 mörk.

Sturridge fylgist með leik Liverpool og Sunderland úr stúkunni í kvöld en hann verður orðinn löglegur fyrir næstu helgi þegar þriðja umferð bikarkeppninnar fer af stað.

Sturridge verður í treyju númer 15.
Sturridge verður í treyju númer 15. Ljósmynd/Heimasíða Liverpool
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert