Gylfi og félagar áfram - öll úrslitin í bikarnum

Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Coventry í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Coventry í dag. AFP

Manchester City, Chelsea og Tottenham áttu ekki í neinum vandræðum með að komast áfram í fjórðu  umferð ensku bikarkeppninnar en Southampton og Cardiff eru úr leik.

Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan heimasigur á B-deildarliðinu Watford, 3:0, og það sama gerði Tottenham gegn Coventry þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliðinu og átti þátt í fyrsta marki sinna manna. Hann lék í 79 mínútur.

Chelsea fór í heimsókn til Southampton og lenti undir, 1:0, en lét það ekki á sig fá og vann stórsigur, 5:1. Demba Ba var í fyrsta skipti í byrjunarliði Chelsea og skoraði tvö mörk.

Aston Villa er komið áfram eftir sigur á Ipswich, 2:1, og þá vann Norwich útisigur gegn Peterborough og er komið áfram í fjórðu umferðina.

Sunderland, Wigan, Stoke og Fulham þurfa öll að spila aftur gegn sínum andstæðingum eftir að hafa gert jafntefli í dag.

Sunderland gerði jafntefli við B-deildarliðið Bolton, 2:2, Stoke gerði markalaust jafntefli við Crystal Palace og Fulham og Blackpool gerðu einnig jafntefli, 1:1.

Wigan lenti undir gegn C-deildarliðinu Bournemouth en Jordi Gomez bjargaði úrvalsdeildarliðinu og tryggði því annan leik, 1:1.

Þá skildu úrvalsdeildarliðin QPR og WBA jöfn, 1:1, á Loftus Road þar sem Shane Long kom WBA yfir en Kieron Dyer jafnaði metin á 90. mínútu leiksins.

Óvæntustu úrslitin voru hjá Macclesfield og Cardiff þar sem utandeildarliðið vann topplið B-deildarinnar, 2:1, eftir að hafa lent marki undir. Hvorki Aron Einar Gunnarsson né Heiðar Helguson voru í leikmannahópi Cardiff í dag en um hálfgert B-lið var að ræða hjá félaginu.

Þá tapaði annað Íslendingalið, Úlfarnir, fyrir öðru utandeildarliði, Luton, 1:0, á útivelli. Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi Úlfanna, og heldur ekki Eggert Gunnþór Jónsson.

Kári Árnason fékk tvö gul spjöld með skömmu millibili og þar með rautt í tapleik Rotherham gegn Aldershot en Rotherham er því úr leik í bikarnum.

Úrslit hjá úrvalsdeildar- og Íslendingaliðum:

Aston Villa - Ipswich 2:1
Darren Bent 46., Andreas Weimann 82. – Michael
Chopra 31.

Bolton - Sunderland 2:2
Chung-Yong Lee 12., Marvin Sordell 49. – Connor
Wickham 60., Craig Gardner 74.

Crawley - Reading 1:3
Nicky Adams 1. – Adam Le Fondre 13., 49., Noel Hunt
44.

Crystal Palace - Stoke 0:0

Fulham - Blackpool 1:1
Giorgios Karagounis 80. – Ludovic Sylvestre 60.

Man. City - Watford 3:0
Carlos Tévez 25., Gareth Barry 44., Marcos Lopes 90.

Peterborough - Norwich 0:3
Elliott Bennett 30., Simeon Jackson 41., Robert Snodgrass 70.

QPR - West Bromwich 1:1
Kieron Dyer 90. → Shane Long 78.

Southampton - Chelsea 1:5
Jay Rodriguez 22. – Demba Ba 35., 61., Victor Moses
45., Branislav Ivanovic 52., Frank Lampard 82.

Tottenham - Coventry 3:0
Clint Dempsey 14., 37., Gareth Bale 33.

Wigan - Bournemouth 1:1
Jordi Gómez 70. – Eunan O'Kane 41.

Macclesfield - Cardiff 2:1

Luton - Wolves 1:0

Aldershot - Rotherham 3:1

Önnur úrslit:

Barnsley - Burnley 1:0

Blackburn - Bristol City 2:0

Charlton - Huddersfield 0:1

Derby - Tranmere 5:0

Hull - Leyton Orient 1:1

Leeds - Birmingham 1:1

Leicester - Burton Albion 2:0

Middlesbrough - Hastings 4:1

Millwall - Preston 1:0

Nottingham Forest - Oldham 2:3

Oxford - Sheffield United 0:3

Sheffield Wednesday - MK Dons 0:0

Southend - Brentford 2:2

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert