Komast í gamla formið

Kolbeinn Sigþórsson í baráttu við færeyskan varnarmann á Laugardalsvellinum.
Kolbeinn Sigþórsson í baráttu við færeyskan varnarmann á Laugardalsvellinum. mbl.is/Eggert

Það styttist óðum í að landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson komist aftur á ferðina með hollenska meistaraliðinu Ajax en framherjinn snjalli hefur verið frá keppni nær allt tímabilið eftir að hafa gengist undir aðgerð á öxl í september.

Kolbeinn varð fyrir því óláni að fara úr axlarlið, og það ekki í fyrsta sinn, og í kjölfarið gekkst hann undir aðgerð þar sem bein var tekið úr öxlinni og það grætt á þann stað sem brot var í henni.

„Þetta lítur mjög vel út og er allt á réttri leið. Við förum í æfingaferð til Brasilíu á sunnudaginn (á morgun) og þar byrja ég að æfa með liðinu á nýjan leik. Læknarnir hafa gefið mér leyfi til að taka þátt í æfingunum á fullu svo það má segja að ég sé kominn í gegnum þennan leiðinlega tíma,“ segir Kolbeinn í Morgunblaðinu í dag.

Sjá viðtal við Kolbein í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert