Dregið var í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu nú rétt í þessu en lítið verður um stórleiki í næstu umferð.
Vegna fjölda jafntefla í gær á enn eftir að ljúka fjölmörgum leikjum þar sem liðin þurfa að mætast aftur en þeir fara ekki fram fyrr en í þarnæstu viku.
Bikarmeistarar Chelsea mæta Southend eða Brentford, Englandsmeistarar Manchester City fara í heimsókn til Crystal Palace eða Stoke og sigurvegarinn úr viðureign Manchester United og West Ham mætir annaðhvort Fulham eða Blackpool.
Drátturinn í fjórðu umferð:
Derby County - Blackburn Rovers
Macclesfield Town - Wigan/Bournemouth
Oldham Athletic - Mansfield/Liverpool
Norwich City - Luton Town
Leeds/Birmingham City - Tottenham Hotspur
Millwall - Aston Villa
Middlesbrough - Aldershot Town
Hull/Leyton Orient - Barnsley
Southend/Brentford - Chelsea
West Ham/Man. United - Fulham/Blackpool
Crystal Palace/Stoke - Man. City
Brighton - Swansea/Arsenal
Bolton/Sunderland - Cheltenham/Everton
QPR/WBA - Sheff. Wednesday/MK Dons
Huddersfield - Leicester
Reading - Sheff. United