Manchester City minnkaði forskot Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í sjö stig á ný með 2:0 sigri á Arsenal í seinni stórleik dagsins. Vendipunktur leiksins var á 9. mínútu þegar Laurent Koscielny, miðvörður Arsenal, fékk að líta rauða spjaldið.
Koscielny braut á Edin Dzeko innan teigs og fékk réttilega rauða spjaldið en Wojciech Szczesny varði svo vítaspyrnu Bosníumannsins. Það kom ekki að sök því James Milner og Dzeko skoruðu sitt markið hvor á tíu mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiksins.
Fyrirliði City, Vincent Kompany, fékk að líta rauða spjaldið fyrir tæklingu korteri fyrir leikslok, sem var vægast sagt umdeilanlegur dómur, en Arsenal tókst ekki að nýta sér það.
Arsenal er því áfram í 6. sæti með 34 stig, 21 stigi frá toppi deildarinnar.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
90. LEIK LOKIÐ.
90. Aleksandar Kolarov er mættur til leiks á ný en hann var að koma inná fyrir David Silva.
90. Theo Walcott var afar nærri því að minnka muninn fyrir Arsenal en Jolen Lescott náði með naumindum að verja skot hans nánast á marklínu.
89. Mario Balotelli, sem er orðinn ljóshærður, var að koma inná fyrir Edin Dzeko.
77. Roberto Mancini bregst við rauða spjaldinu og setur Joleon Lescott inná fyrir Carlos Tévez.
75. RAUTT! Vincent Kompany fékk að líta rauða spjaldið fyrir tæklingu. Dómarinn mat það líklega sem svo að um tveggja fóta tæklingu væri að ræða en þetta virtist afskaplega strangur dómur. Þá er orðið jafnt í liðum á ný.
72. Olivier Giroud fékk gott skallafæri og besta færi Arsenal í leiknum eftir aukaspyrnu frá hægri inn að markteig en Frakkinn skallaði yfir markið.
70. Carlos Tévez slapp í gegnum vörn Arsenal í dauðafæri en Sczcesny kom út og náði af honum boltanum.
67. Lítið að gerast í þessum leik. Englandsmeistararnir virðast ætla að sigla þægilegum og góðum sigri í höfn.
61. Aaron Ramsey var að koma inná fyrir Abou Diaby sem lék sinn fyrsta leik í þrjá mánuði.
57. Olivier Giroud var að koma inná fyrir Lukas Podolski hjá Arsenal.
46. Seinni hálfleikur hafinn.
45. HÁLFLEIKUR. Útlitið er afar dökkt fyrir Arsenal sem missti Laurent Koscielny af velli með rautt spjald strax á 9. mínútu. James Milner og Edin Dzeko skoruðu sitt markið hvor og staðan 2:0 í hálfleik.
32. MARK! (0:2) James Milner átti fasta sendingu fyrir frá hægri og Carlos Tévez renndi sér í boltann við markteiginn. Szczesny varði skotið en boltinn barst til Edin Dzeko sem skoraði auðveldlega.
21. MARK! (0:1) Carlos Tévez kom boltanum á James Milner hægra megin í teignum og Milner skoraði með flottu þrumuskoti í vinstra markhornið.
12. Arsene Wenger brást strax við rauða spjaldinu og skipti miðverðinum Per Mertesacker inná fyrir Alex Oxlade-Chamberlain.
10. Edin Dzeko tók vítaspyrnuna sjálfur en Szczesny varði boltann í hægri stöngina. Þaðan skoppaði boltinn á marklínunni í greipar Szczesny. Staðan því enn markalaus en Arsenal-menn þurfa líklega að leika næstu 80 mínúturnar manni færri.
9. VÍTI OG RAUTT! Laurent Koscielny var vísað af leikvelli fyrir að grípa utan um Edin Dzeko og toga hann niður innan vítateigs. Sennilega réttur dómur.
1. LEIKUR HAFINN.
0. Abou Diaby er í byrjunarliði Arsenal eftir þrjá mánuði frá keppni vegna meiðsla. Theo Walcott leikur sem fremsti maður en Olivier Giroud er á bekknum.
0. Arsenal hefur staðfest að leikurinn muni fara fram eftir að lögregla sagði enga hættu á ferð vegna grunsamlegs pakka sem fannst á bílastæði nærri Emirates.
0. Þá er byrjunarlið Arsenal einnig klárt og hægt að sjá það hér að neðan.
0. Lögregla fann grunsamlegan pakka á bílastæði nærri Emirates-leikvanginum og hefur lokað svæðinu á meðan málið er kannað. Leikurinn á að hefjast kl. 16 en beðið er frekari fregna.
0. Byrjunarlið Manchester City er klárt og hægt að sjá það hér að neðan.
Arsenal: Szczesny, Sagna, Vermaelen, Koscielny, Gibbs, Diaby, Wilshere, Cazorla, Oxlade-Chamberlain, Podolski, Walcott.
Varamenn: Mannone, Jenkinson, Santos, Mertesacker, Ramsey, Coquelin, Giroud.
Manchester City: Hart, Zabaleta, Kompany, Nastasic, Clichy, Garcia, Barry, Milner, Tévez, Silva, Dzeko.
Varamenn: Lescott, Sinclair, Kolarov, Pantilimon, Suarez, Rekik, Balotelli.