Wilshere skaut Arsenal áfram í bikarnum

Theo Walcott sækir að vörn Swansea.
Theo Walcott sækir að vörn Swansea. AFP

Arsenal er komið áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir 1:0-sigur á Swansea á Emirates í kvöld. Jack Wilshere skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok en heimamenn höfðu hreinlega vaðið í færum fram að því.

Arsenal mætir sveinum Gus Poyet í B-deildarliði Brighton á útivelli í næstu umferð.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

90. LEIK LOKIÐ.

86. MARK! (1:0) Eftir gott samspil Arsenal-manna gaf Olivier Giroud stutta sendingu á Jack Wilshere sem þrumaði viðstöðulaust frá vítateigsboganum neðst í hægra markhornið. Glæsilegt mark og loksins kom Arsenal boltanum í netið.

85. Enn sleppa gestirnir með skrekkinn. Giroud þrumaði að marki eftir hornspyrnu en Routledge varði á marklínu! Arsenal hefur átt 24 skot gegn 7 skotum Swansea.

84. Walcott enn í dauðafæri en Vorm varði frá honum. Það er með hreinum ólíkindum að heimamenn skuli ekki hafa skorað hingað til. Stefnir í framlengingu.

81. STÖNG! Bacary Sagna átti fyrirgjöf frá vinstri sem Theo Walcott reyndi að skalla en boltinn virtist strjúka höfuð hans og small svo í stönginni.

80. Chico var nærri því að koma Swansea yfir þegar hann skallaði í hliðarnetið eftir hornspyrnu. Færið var þó heldur þröngt.

79. Arsenal hefur fengið urmul færa til að komast yfir í leiknum en án árangurs. Nú féll boltinn fyrir Olivier Giroud í teignum en hann átti slakt skot sem var varið.

70. Walcott komst aftur í gott færi í skyndisókn og reyndi að skrúfa boltann í hægra markhornið en skaut framhjá markinu.

60. Arsenal hefur verið mun nær því að skora í leiknum. Theo Walcott slapp í frábært færi en skaut framhjá, og Santi Cazorla og Olivier Giroud hafa einnig fengið sitt færið hvor.

45. Hálfleikur. Staðan er enn markalaus. Arsenal var nálægt því að komast yfir rétt fyrir leikhlé en Thomas Vermaelen mistókst að koma almennilegu skoti á markið eftir hornspyrnu.

20. Arsenal hefur verið betri aðilinn hingað til í leiknum og Olivier Giroud fengið tvö ágæt færi til að koma liðinu yfir en staðan er enn markalaus.

1. LEIKUR HAFINN.

0. Byrjunarliðin má sjá hér að neðan.

Arsenal: Szczesny, Sagna, Mertesacker, Vermaelen, Gibbs, Diaby, Coquelin, Walcott, Wilshere, Cazorla, Giroud.
Varamenn: Mannone, Podolski, Andre Santos, Oxlade-Chamberlain, Ramsey, Arshavin, Jenkinson.

Swansea: Vorm, Bartley, Richards, Chico, Tiendalli, Agustien, Britton, Routledge, de Guzman, Dyer, Graham.
Varamenn: Tremmel, Michu, Hernandez, Monk, Shechter, Ki, Davies.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert