Chelsea vann 2:1-sigur á Arsenal í fyrri stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er nú með 45 stig í 3. sæti deildarinnar, ellefu stigum á undan Arsenal sem er í 6. sæti.
Chelsea er jafnframt tíu stigum á eftir toppliði Manchester United sem mætir Tottenham kl. 16.
Chelsea var mun betri aðilinn í fyrri hálfleiknum í dag og komst í 2:0 á fyrsta korterinu með marki Juans Mata og öðru frá Frank Lampard úr vítaspyrnu. Theo Walcott minnkaði muninn þegar enn var rúmur hálftími til leiksloka en þar við sat.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
90. Leik lokið.
88. Marko Marin var að koma inná fyrir Eden Hazard.
83. Demba Ba var ekki lengi að koma sér í dauðafæri til að gera út um leikinn en hann fékk stungusendingu, lék auðveldlega framhjá Szczesny en Vermaelen tókst svo að verja skot hans með hægri fæti.
81. Demba Ba var að koma inná fyrir Fernando Torres sem átti ekki góðan dag.
75. Andrey Arshavin var að koma inná fyrir Abou Diaby.
72. Ryan Bertrand var að koma inná fyrir Oscar.
70. Fernando Torres setti í fluggírinn og hljóp framhjá Vermaelen en átti svo lélega snertingu og Szczesny náði til boltans. Demba Ba er að gera sig kláran að koma inná.
59. Aaron Ramsey var að koma inná fyrir Francis Coquelin sem meiddist.
58. MARK! (2:1) Arsenal vann boltann á miðjunni og Santi Cazorla gaf stórkostlega stungusendingu í gegnum miðja vörn Chelsea á hinn eldfljóta Theo Walcott sem skoraði framhjá Petr Cech. Skyldi Chelsea aftur missa niður tveggja marka forskot?
45. Hálfleikur. Arsenal hefur ekkert gengið að svara Chelsea sem er með verðskuldaða forystu í hálfleik, 2:0.
16. MARK! (2:0) Frank Lampard skoraði af öryggi í hægra hornið úr vítaspyrnunni sem Ramires krækti í.
16. VÍTI! Abou Diaby missti boltann á skelfilegum stað, Juan Mata gerði svo vel í að búa til dauðafæri fyrir Ramires sem var felldur af Szczesny innan teigs. Vítaspyrna dæmd og Szczesny fékk að líta gula spjaldið.
9. Santi Cazorla átti gott skot rétt utan teigs sem Petr Cech varði úti við stöng.
6. MARK! (1:0) Chelsea er komið yfir. César Azpilicueta gaf frábæra sendingu af hægri kantinum, nærri miðlínu, á Juan Mata sem tók boltann laglega niður og skoraði úr góðu færi vinstra megin í teignum. Á meðan lá Francis Coquelin meiddur á miðjum vellinum og voru Arsenal-menn ósáttir við að leikurinn skyldi halda áfram.
5. Arsenal fékk dauðafæri til að komast yfir þegar Olivier Giroud fékk stungusendingu í gegnum vörnina en skaut rétt framhjá.
1. LEIKUR HAFINN.
0. Lukas Podolski og Alex Oxlade-Chamberlain eru ekki í leikmannahópi Arsenal í dag vegna veikinda. Demba Ba og John Terry byrja á varamannabekknum hjá Chelsea en Fernando Torres er í byrjunarliðinu á nýjan leik.
Chelsea: Cech, Azpilicueta, Ivanovic, Cahill, Cole, Ramires, Lampard, Oscar, Mata, Hazard, Torres.
Varamenn: Turnbull, Ferreira, Terry, Bertrand, Ake, Marin, Ba.
Arsenal: Szczesny, Sagna, Mertesacker, Vermaelen, Gibbs, Coquelin, Wilshere, Diaby, Cazorla, Walcott, Giroud.
Varamenn: Mannone, Koscielny, Jenkinson, Santos, Frimpong, Ramsey, Arshavin.