Reiður Mancini gerir breytingar

Roberto Mancini er ekki nógu ánægður með sína menn.
Roberto Mancini er ekki nógu ánægður með sína menn. AFP

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, var vægast sagt óánægður með frammistöðu sinna manna í tapinu gegn nýliðum Southampton en hann er tilbúinn til að gera breytingar á liðinu fyrir lokasprettinn í deildinni.

Tap meistaranna og sigur Manchester United í gær þýðir að City er tólf stigum á eftir United þegar tólf leikir eru eftir í deildinni.

„Ég vil bara leikmenn sem eru tilbúnir til að berjast í síðustu tólf leikjunum,“ segir Mancini en City fær frí í deildinni um næstu helgi því liðið mætir Leeds í bikarnum.

„Ég er mjög reiður út í marga leikmenn mína og virkilega vonsvikinn. Ég mun gera breytingar í næstu viku. Við börðumst ekki einu sinni um boltann gegn Southampton,“ segir Roberto Mancini.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka