Walcott bjartsýnn á Meistaradeildarsæti

Walcott ætlar sér í Meistaradeildina en nýbúinn að skrifa undir …
Walcott ætlar sér í Meistaradeildina en nýbúinn að skrifa undir nýjan samning. AFP

Theo Walcott, framherji Arsenal, er fullviss um að Arsenal nái að landa einu af fjórum efstu sætum ensku úrvalsdeildinnar og fá þannig þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Arsenal er sem stendur í fimmta sæti, fjórum stigum á eftir nágrönnum sínum og erkifjendum í Tottenham, en strákarnir hans Wengers eru á góðu skriði og hafa náð í 10 stig af 12 mögulegum í síðustu fjórum leikjum.

„Við erum fullir sjálfstrausts hvað það varðar. Við höfum komist í gegnum allskonar hindranir,“ segir Walcott á heimasíðu Arsenal aðspurður hvort liðið geti náð Tottenham og endaði í fjórða sæti eða ofar.

„Liðin í kringum okkur eru líka að vinna en við verðum bara passa hugsa um okkur og reyna vinna eins marga leiki og við getum,“ segir Walcott en Arsenal vann mikinn baráttusigur á Stoke um síðustu helgi.

„Það var mikilvægur sigur. Við erum hátt uppi eftir að hafa náð í stigin þrjú þar og nú fáum við góða æfingaviku án þess að spila neinn leik. Menn eru tiltölulega nýkomnir aftur úr landsliðsferðum þannig það er gott að fá smá hvíld fyrir bikarinn um helgina,“ segir Theo Walcott.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert