Aron og Björn í eldlínunni

Björn Bergmann Sigurðarson og félagar spila gríðarlega mikilvægan leik í …
Björn Bergmann Sigurðarson og félagar spila gríðarlega mikilvægan leik í kvöld. Ljósmynd/wolves.co.uk

Íslendingaliðið Cardiff getur enn styrkt stöðu sína á toppi ensku B-deildarinnar í knattspyrnu þegar liðið mætir Brighton kl. 19:45 í kvöld en þá fara ellefu leikir fram. Aron Einar Gunnarsson er í byrjunarliði Cardiff en Heiðar Helguson á varamannabekknum.

Fyrir leiki kvöldsins er Cardiff með 12 stiga forskot á næsta lið, Hull, auk þess að eiga leik til góða.

Björn Bergmann Sigurðarson er í byrjunarliði Wolves sem sækir Barnsley heim í miklum fallslag. Wolves er fyrir leikinn stigi fyrir ofan Barnsley, sem situr í fallsæti. Eggert Gunnþór Jónsson er ekki í leikmannahópi Úlfanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert