Átta leikja laugardagur á Englandi

Manchester United getur enn aukið forskotið í dag.
Manchester United getur enn aukið forskotið í dag. AFP

Átta leikir af tíu í 28. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fara fram í dag og Manchester United getur aukið forskot sitt í deildinni upp í fimmtán stig.

United tekur á móti Norwich á Old Trafford í einum af sjö leikjum sem hefjast klukkan 15.00, en þar gæti Ryan Giggs spilað sinn þúsundasta leik á ferlinum. Manchester City spilar hinsvegar ekki fyrr en á mánudagskvöldið þegar liðið sækir Aston Villa heim.

Staða efstu liða fyrir leikina í dag: Manchester United 68, Manchester City 56, Tottenham 51, Chelsea 49, Arsenal 47, Everton 42, WBA 40, Liverpool 39, Swansea 37.

Stórleikur helgarinnar er þó á morgun þegar Tottenham og Arsenal eigast við í grannaslag í Norður-London, þar sem barist verður um heiðurinn og dýrmæt stig í slagnum um sæti í Meistaradeild Evrópu.

Leikir 28. umferðar eru sem hér segir:

Laugardagur:
15.00 Chelsea - WBA
15.00 Everton - Reading
15.00 Manchester United - Norwich
15.00 Southampton - QPR
15.00 Stoke - West Ham
15.00 Sunderland - Fulham
15.00 Swansea - Newcastle
17.30 Wigan - Liverpool
Sunnudagur:
16.00 Tottenham - Arsenal
Mánudagur:
20.00 Aston Villa - Manchester City

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert