Heiðar Helguson og samherjar hans í velska liðinu Cardiff City hafa setið í toppsæti ensku B-deildarinnar í knattspyrnu nær allt tímabilið og góðar líkur eru á að félagið vinni sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í sögu félagsins í vor.
Cardiff er með átta stiga forskot á næstu lið, og á auk þess leik til góða, en deildin er strembin og Heiðar segir að það sé enn löng leið í áttina að úrvalsdeildarsætinu.
„Við erum í góðri stöðu eins og er en við eigum eftir að spila 13 leiki í deildinni og það er ýmislegt sem getur gerst ennþá. Það eru mörg lið sem hafa brennt sig á því að ætla að fagna of snemma. Okkur hefur vegnað vel á tímabilinu. Ég vissi ekki alveg á hverju maður átti von á þegar ég kom hingað. Það voru smáerfiðleikar hjá okkur á útivöllunum til að byrja með en við náðum að laga það og það er stór partur af því að við erum með gott forskot á toppnum,“ sagði Heiðar í samtali við Morgunblaðið í gær.
Sjá viðtal við Heiðar Helguson í heild í íþróttblaði Morgunblaðsins í dag.