Neville: Aldrei meira áfall á Old Trafford

Nani gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið …
Nani gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið í gær. AFP

Gary Neville fyrrverandi fyrirliði Manchester United og sparkspekingur tjáði sig á twittersíðu sinni um leikinn margumtalaða á Old Trafford í gærkvöldi þar sem Real Madrid vann 2:1-sigur á Manchester United og komst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Rauða spjaldið sem Nani fékk snemma í seinni hálfleik var vendipunktur leiksins og Neville segir áhorfendur á Old Trafford hafa verið í algjöru áfalli eftir dóminn.

„Ég hef farið á leiki á Old Trafford síðan ég var fimm ára og ég hef aldrei séð menn þar í eins miklu áfalli yfir einum dómi. Nani reynir oft að taka við sendingu sem kemur svona yfir öxlina á honum og það er aldrei rautt spjald! Þetta gjörbreytti leiknum. Slök dómgæsla,“ skrifaði Neville.

„Fólkið í stúkunni var í raun ekki reitt eða öskrandi, það gapti bara í algjöru áfalli,“ sagði Neville. Hann vildi að Diego López markvörður Real fengi líka rauða spjaldið fyrir að slá í andlit Nemanja Vidic eftir að Serbinn hafði skallað boltann.

„Þetta með markvörð Madrid og Vidic virtist vera sams konar atvik. En þetta er ekki í fyrsta eða síðasta skiptið! Þetta eyðilagði bara góðan leik og var rangur dómur að mati United- og Real-manna á vellinum,“ skrifaði Neville.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert