Engum tekist að bjarga liði úr fallsæti

Shearer reyndi að bjarga Newcastle árið 2009 en tókst ekki.
Shearer reyndi að bjarga Newcastle árið 2009 en tókst ekki. AFP

Sá knattspyrnustjóri sem ráðinn verður til Reading fyrir lokasprettinn í ensku úrvalsdeildinni endurskrifar sögubækurnar takist honum að halda liðinu uppi en Reading er í næstneðsta sæti deildarinnar þegar níu umferðir eru eftir.

Engum manni í sögu úrvalsdeildarinnar hefur tekist að bjarga liði frá falli eftir að taka við því á fallsvæðinu undir lok leiktíðar.

Þetta er í tíunda skipti í sögu úrvalsdeildarinnar sem lið í einu af þremur neðstu sætum deildarinnar skiptir um stjóra eftir 1. febrúar og alltaf hafa liðin fallið.

Attilo Lombardo (Crystal Palace 1998), Kevin Ball (Sunderland 2006), Alan Shearer (Newcastle 2009), Ian Dowie (Hull 2010) og Terry Connor (Úlfarnir 2012) eru á meðal þeirra níu sem hafa nú þegar reynt að bjarga liði sem sat í fallsæti en mistókst.

Terry Connor státar af verstu björgunaraðferðinni en honum tókst ekki að vinna einn leik af þeim þrettán sem hann stýrði Úlfunum í áður en liðið féll síðasta vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert