Owen leggur skóna á hilluna

Michael Owen hefur ákveðið að hætta sem atvinnumaður í knattspyrnu …
Michael Owen hefur ákveðið að hætta sem atvinnumaður í knattspyrnu við lok leiktíðar í Englandi í vor. AFP

Framherjinn Michael Owen hefur tilkynnt að hann ætli að leggja knattspyrnuskóna á hilluna í vor þegar keppnistímabilinu í ensku knattspyrnunni lýkur. Owen, sem nú leikur með Stoke, er 33 ára gamall og hefur m.a. leikið með Liverpool, Real Madrid, Manchester United og Newcastle.

Þá á hann að baki 89 landsleiki fyrir England.  Lengst af lék Owen með Liverpool og sló þar í gegnum aðeins 17 ára aldri. Owen lék alls 306 leiki með Liverpool og skoraði í þeim 179 mörk.

Alls á Owen að baki 602 leiki, þá eru landsleikir með yngri landsliðum Englands meðtaldir. Í þessum leikjum hefur hefur hann skorað 324 mörk. Hann er einn sjö knattspyrnumanna sem skorað hefur yfir 150 mörk í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert