Hraðasekt viku eftir akstursbann

Rio Ferdinand virðist eiga í vandræðum með að fylgja umferðarlögunum.
Rio Ferdinand virðist eiga í vandræðum með að fylgja umferðarlögunum. AFP

Rio Ferdinand miðvörður Manchester United hefur verið sektaður um 200 pund, tæplega 40 þúsund krónur, fyrir of hraðan akstur. Atvikið átti sér stað aðeins rúmri viku eftir að hálfs árs akstursbanni leikmannsins lauk.

Ferdinand var stöðvaður af lögreglu í ágúst síðastliðnum, innan við sólarhring áður en enska úrvalsdeildin hófst, en hann mældist á 77 km/klst á Jagúar-bifreið sinni þar sem hámarkshraði var um 65 km/klst.

Auk sektarinnar fékk Ferdinand þrjá punkta í ökuferilsskrá. Sektin var hærri en ella vegna fyrri brota United-mannsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert