Elfar Árni með tvennu og Blikar á toppinn

Elfar Árni Aðalsteinsson skorað tvennu í dag.
Elfar Árni Aðalsteinsson skorað tvennu í dag. mbl.is/Ómar

Breiðablik vann 3:1 sigur á Selfyssingum í Fífunni í dag og kom sér þar með upp fyrir Val í efsta sæti síns riðils í Lengjubikar karla í knattspyrnu.

Staðan var markalaus í hálfleik en Jökull I. Elísabetarson kom Blikum yfir á 67. mínútu. Elfar Árni Aðalsteinsson bætti við marki fimm mínútum síðar og innsiglaði sigurinn á 81. mínútu eftir að Ingi Rafn Ingibergsson hafði minnkað muninn fyrir Selfyssinga.

Blikar eru með 13 stig og eiga einn leik eftir, gegn Völsungi, en Valsmenn með 12 stig og eiga tvo leiki eftir. Skagamenn eru svo í 3. sæti með 8 stig en þeir eru að vinna Fram í leik sem enn stendur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert